Málsmeðferðartími

Úrskurðarnefndin skal kveða upp úrskurð svo fljótt sem kostur er og að jafnaði innan þriggja mánaða eftir að henni berst mál nema sérstakar ástæður hamli, og skal kærandi þá upplýstur um ástæður tafar og hvenær vænta má úrskurðar. Um afgreiðslutíma mála sem kærð eru til nefndarinnar samkvæmt ákvæðum 18. gr. laga um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010, fer samkvæmt þeim lögum.

Mikill málafjöldi í viðkomandi málaflokki eða gagnaöflun nefndarinnar í einstaka málum getur valdið því að málsmeðferðartími er lengri en þrír mánuðir.

Málsmeðferðartími allra þeirra mála sem afgreidd voru árið 2020 var að meðaltali fjórir mánuðir.