Um úrskurðarnefnd velferðarmála

Úrskurðarnefnd velferðarmála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd og er hlutverk hennar að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum. Úrskurðarnefndin er sjálfstæð og óháð í störfum sínum en heyrir stjórnskipulega undir félagsmálaráðuneytið.

Úrskurðarnefndin starfar á grundvelli laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála.

Starfsemi úrskurðarnefndarinnar skiptist í eftirtalda sex málaflokka: Almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir, barnavernd, félagsþjónustu og húsnæðismál, fæðingar- og foreldraorlof og greiðsluaðlögun.

Nálgast má leiðbeiningar um hvernig á að kæra ákvörðun með því að smella hér.

Úrskurðarnefndin er til húsa að Katrínartúni 2, 11. hæð, 105 Reykjavík. Hægt er að hafa samband með því að hringja í síma 551-8200 eða senda tölvupóst á postur@urvel.is. Opnunartími afgreiðslu og síma er frá kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 Þriðjudaga til fimmtudaga. Lokað er á mánudögum og föstudögum.

Síminn á skrifstofu úrskurðarnefndar velferðarmála er lokaður frá og með 3. júlí til og með 7. ágúst. Bent er á að afgreiðsla skrifstofunnar er opin í júlí á milli kl. 10:00-12:00 á þriðjudögum til fimmtudaga.

Ef nauðsynlegt er að koma skilaboðum og/eða athugasemdur til úrskurðarnefndarinnar er hægt að senda tölvupóst á netfangið: postur@urvel.is og fyrirspurnum verður svarað eins fljótt og unnt er.