Skipan úrskurðarnefndar velferðarmála

Úrskurðarnefnd velferðarmála er skipuð tólf nefndarmönnum og átta varamönnum. Formaður nefndarinnar, Guðrún Agnes Þorsteinsdóttir lögfræðingur og þrír aðrir nefndarmenn, Kári Gunndórsson lögfræðingur, Lára Áslaug Sverrisdóttir lögfræðingur og Rakel Þorsteinsdóttir lögfræðingur eru skipaðir í fullt starf til fimm ára. Formaður nefndarinnar gegnir jafnframt embætti forstöðumanns úrskurðarnefndinnar, hefur yfirstjórn hennar með höndum og ber ábyrgð á fjárhag hennar og daglegum rekstri.

Átta nefndarmenn og jafnmargir til vara eru skipaðir til fjögurra ára í senn en þeir eru Agnar Bragi Bragason lögfræðingur, Arnar Kristinsson lögfræðingur, Eggert Óskarsson lögfræðingur, Eva Dís Pálmadóttir lögfræðingur, Guðfinna Eydal sálfræðingur, Jón Baldursson læknir, Sigríður Ingvarsdóttir lögfræðingur og Þórhildur Líndal lögfræðingur.

Varamenn eru Arnar Kormákur Friðriksson lögfræðingur, Ásgerður Ragnarsdóttir lögfræðingur, Ásmundur Helgason lögfræðingur, Björn Jóhannesson lögfræðingur, Hrafndís Tekla Pétursdóttir sálfræðingur, Margrét Gunnlaugsdóttir lögfræðingur, Sigurður Thorlacius læknir og Sóley Ragnarsdóttir lögfræðingur.

Úrskurðarnefndin starfar í fjórum þriggja manna deildum.

Nánar er fjallað um skipan nefndarinnar í 2. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála.