Almannatryggingar

Úrskurðarnefndin sker úr ágreiningsmálum sem kunna að rísa vegna ákvarðana Tryggingastofnunar ríkisins er varða grundvöll, skilyrði eða fjárhæð bóta eða greiðslna samkvæmt lögum nr. 100/2007 um almannatryggingar og lögum nr. 99/2007 um félagslega aðstoð. Sama gildir um ágreining sem varðar endurkröfurétt, ofgreiðslur og innheimtu þeirra.

Einnig sker úrskurðarnefndin úr ágreiningsmálum sem kunna að rísa vegna ákvarðana Sjúkratrygginga Íslands er varða grundvöll, skilyrði eða fjárhæð bóta samkvæmt lögum nr. 112/2008 um sjúkratryggingar og lögum nr. 45/2015 um slysatryggingar almannatrygginga. Þá sker úrskurðarnefndin úr ágreiningsefnum vegna ákvarðana Sjúkratrygginga Íslands á grundvelli laga nr. 111/2000 um sjúklingatryggingu svo og laga ágreiningsefnum vegna ákvarðanna samkvæmt lögum nr. 74/2020 um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða.

Kærufrestur vegna fyrrgreindra stjórnvaldsákvarðana er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.