Greiðsluaðlögun og fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar

Samkvæmt lögum nr. 101/2010 um greiðsluaðlögun einstaklinga eru tilteknar stjórnvaldsákvarðanir umboðsmanns skuldara og umsjónarmanna með greiðsluaðlögunarumleitunum kæranlegar til úrskurðarnefndar velferðarmála.

Stjórnsýslukæra um niðurfellingu greiðsluaðlögunumleitana frestar réttaráhrifum ákvörðunar þar til niðurstaða úrskurðarnefndar liggur fyrir. Stjórnsýslukæra vegna ákvörðunar skipaðs umsjónarmanns um að mæla gegn því að nauðasamningur eða greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafana komist  frestar réttaráhrifum ákvörðunar þar til úrskurðarnefndin hefur tekið afstöðu til kærunnar. Staðfesti úrskurðarnefndin ákvörðun umboðsmanns skuldara eða skipaðs umsjónarmanns lýkur greiðsluaðlögunarumleitunum þá þegar.

Kærufrestur vegna stjórnvaldsákvarðana umboðsmanns skuldara og umsjónarmanna á grundvelli laga um greiðsluaðlögun einstaklinga er tvær vikur frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.

Þá eru kæranlegar til úrskurðarnefndar velferðarmála ákvarðanir umboðsmanns skuldara um synjun fjárhagsaðstoðar samkvæmt lögum nr. 9/2014 um fjárhagsaðstoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta.

Kærufrestur vegna stjórnvaldsákvarðana umboðsmanns skuldara á grundvelli laga um fjárhagsaðstoð til greiðlsu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun, sbr. 5. gr. laga nr. 85/2015 um úrskurðarnefnd velferðarmála.