Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar en frestar þó aðför á grundvelli ákvörðunar Fæðingarorlofssjóðs um endurkröfu ofgreiddra greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði.
Kærufrestur vegna stjórnvaldsákvarðana Fæðingarorlofssjóðs og Tryggingarstofnunar vegna ágreinings á grundvelli framangreindra laga er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.