Fæðingar- og foreldraorlof

Samkvæmt lögum nr. 95/2000 um fæðingar- og foreldraorlof er hægt að kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laganna. Þann 1. janúar 2021 tóku gildi ný lög um fæðingar- og foreldraorlof nr. 144/2020 og eiga þau við um foreldra barna sem fæðast, eru ættleidd eða tekin í varanlegt fóstur 1. janúar 2021 eða síðar.

Einnig eru kæranlegar ákvarðanir Tryggingastofnunar ríkisins sem teknar eru á grundvelli laga nr. 22/2006 um greiðslur til foreldra langveikra barna og alvarlega fatlaðra barna.

Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar en frestar þó aðför á grundvelli ákvörðunar Fæðingarorlofssjóðs um endurkröfu ofgreiddra greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði.

Kærufrestur vegna stjórnvaldsákvarðana Fæðingarorlofssjóðs og Tryggingarstofnunar vegna ágreinings á grundvelli framangreindra laga er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.

Senda úrskurðarnefnd velferðarmála kæru.