Kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála

Þegar ákvörðun stjórnvalds er kærð til úrskurðarnefndarinnar er hægt að senda inn kæru með því að fylla út rafrænt kærueyðublað, sem hægt er að nálgast á “Mínum síðum“, sem sjá má á forsíðu þessarar heimasíðu. Nota þarf rafræn skilríki til að eiga samskipti við úrskuðarnefndina inná “Mínum síðum“.

Undirritun er ekki nauðsynleg þegar kæra er send rafrænt þar sem kærandi eða umboðsmaður kæranda auðkennir sig með rafrænum skilríkjum.

Einnig er hægt að prenta út kærueyðublað, fylla það út og senda í pósti. Hægt að koma með kæru í afgreiðslu nefndarinnar að Katrínartúni 2 (11. hæð), 105 Reykjavík eða senda hana í bréfpósti. Þegar kæra er send í pósti eða komið með hana í afgreiðsluna ber að undirrita hana áður en hún er send úrskurðarnefndinni eða afhent í afgreiðslu nefndarinnar.

Nauðsynlegt er að senda umboð með kæru þegar kærandi veitir öðrum aðila umboð til að fara með mál fyrir sína hönd.

Mælt er með notkun Acrobat Reader við útfyllingu eyðublaða á PDF formi. Notkun annarra forrita eða viðbóta við vafra geta valdið vandræðum með íslenska stafi. Vistið skjalið inn á tölvuna ykkar með því að hægri-smella á krækjuna og velja Vista sem/Save link as/Save taget as (mismunandi eftir vöfrum). Opnið síðan skjalið á venjulegan hátt í Acrobat Reader, fyllið það út og vistið.