Atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir

Samkvæmt lögum nr. 54/2006 um atvinnuleysistryggingar er hægt að kæra til úrskurðarnefndar velferðarmála ágreiningsefni sem kunna að rísa á grundvelli laganna. Stjórnsýslukæra frestar ekki réttaráhrifum ákvörðunar en frestar þó aðför á grundvelli ákvörðunar Vinnumálastofnunar um endurkröfu ofgreiddra atvinnuleysisbóta.

Einnig eru kæranlegar ákvarðanir Vinnumálastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga nr. 55/2006 um vinnumarkaðsaðgerðir, svo og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru á grundvelli laga nr. 24/2020 um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga sem sæta sóttkví samkvæmt fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda án þess að vera sýktir. Þá eru kæranlegar stjórnvaldsákvarðanir Vinnumálastofnunar sem teknar eru á grundvelli laga nr. 155/2020 um greiðslur til íþróttafélaga vegna launakostnaðar og verktakagreiðslna á tímum kórónuveirufaraldurs.

Kærufrestur vegna stjórnvaldsákvarðana Vinnumálastofnunar vegna ágreinings á grundvelli framangreindra laga er þrír mánuðir frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.

Senda úrskurðarnefnd velferðarmála kæru.