Hlutverk úrskurðarnefndar velferðarmála

Hlutverk úrskurðarnefndar velferðarmála er að úrskurða í kærumálum vegna stjórnvaldsákvarðana eftir því sem mælt er fyrir um í lögum.

Starfsemi úrskurðarnefndarinnar skiptist í eftirtalda sex málaflokka: Almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar og vinnumarkaðsaðgerðir, barnavernd, félagsþjónustu og húsnæðismál, fæðingar- og foreldraorlof og greiðsluaðlögun. Með því að smella á hvern og einn málaflokk fyrir sig má finna upplýsingar um hvaða ákvarðanir eru kæranlegar til nefndarinnar.

Hægt er að nálgast leiðbeiningar um hvernig á að kæra ákvörðun með því að smella hér.

Úrskurðarnefndin starfar á grundvelli laga nr. 85/2015. Um málsmeðferð fyrir úrskurðarnefndinni fer samkvæmt ákvæðum þeirra laga og ákvæðum stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Finna má nánari umfjöllun um málsmeðferð fyrir nefndinni hér.