Kærufrestir

Kærufrestur er þrír mánuðir og skal skrifleg kæra berast innan þriggja mánaða frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun nema á annan veg sé mælt í lögum sem hin kærða ákvörðun byggist á. Kæra telst nógu snemma fram komin ef bréf sem hefur hana að geyma hefur borist nefndinni eða verið póstlagt áður en fresturinn er liðinn.

Samkvæmt lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga er kærufrestur tvær vikur frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.  Þá er í barnaverndarlögum kveðið á um fjögurra vikna kærufrest frá því að aðila máls var tilkynnt um ákvörðun.